PrimeTech gashellubúnaður er einstakt fjölnota allt-í-einum pakka búnaður sem býður upp á stöðugasta og vindvarðasta brennarann til að fullnægja þörfum bakpokakokksins. Þessi búnaður inniheldur allt sem matgæðingar á ferðalagi þurfa til að útbúa dýrindis mat fyrir sig og samferðalanga. PrimeTech gashellubúnaðurinn býr yfir næmum stjórnrofa sem sér til þess að loginn sé alltaf eins og til er ætlast til að sjóða eða hæg malla og allt þar á milli. Með þessum græjum er auðvelt að setja upp prýðis útivistareldhús úti í náttúrunni.
PrimeTech gashellubúnaðurinn býr yfir fjarstýringu, sem er staðsett á gashylkinu og þaðan er hægt að kveikja undir pottinum með sjálfstæða t-grip Piezo kveikjaranum. Einn líter af vatni fyrir pasta er soðinn við stöðugan 2000 vatta loga á innan við fjórum mínútum. Að því loknu er innbyggða sigtið notað til að losa vatnið. Potturinn með pastanu er síðan geymdur í einangraða geymslupokanum, meðan ,,non-stick" húðaði keramik potturinn er notaður til að steikja grænmetið áður en loginn er stilltur á passlegan hita til að láta sósuna malla. Auðvelt er að færa pottana á milli með Crimp pottatönginni. Þegar komið er að því að pakka saman til brottferðar, þá staflast pottarnir, hellan og aðrir fylgihlutir haganlega saman og það er allt sett í einagrunarpokann. Þannig verður það að hreinu, fyrirferða litlu og skröltfríu tjaldeldhúsi sem tekur lítið pláss í bakpoanum eða töskunni.
PrimeTech gashellubúnaðurinn er byggður á háþróaðri tækni sem bætir hitanýtni með því að samþætta hámarksloga sem er vel hulinn inn í skjólgóðum brennara og innbygðum hittaskipti. Þetta stuðlar að sparneytni á gasi sem nemur um 50% m.v. hefðbundin, sambærilegan eldunarbúnað. Þannig er hægt að létta töluvert á gasbirgðunum í ferðalögum. Léttari bakpoki, umhverfisvænni eldamennska.
PrimeTech gashellubúnaðurinn er með innbyggðum Lamnir flow bennara og skjólramma, tveimur pottum, gegnsæu loki með innbyggðu sigti, t-grip Piezo kveikjara, Grimp pottatöng, bólstruðum/einangruðum geymslupoka og samanbrjótanlegri gashellu.
Til í tveimur stærðum. Primetech Stove System 1.3L, sem dugar fyrir 1-3 manneskjur og Primetech Stove System 2.3L sem passar fyrir 2-5 manneskjur.
- Efni: Keramik nonstick húðun, hert ál, silikon, ryðfrítt stál og tritan
- Hæð: 13,5 cm
- Þvermál: 20.2 cm
- Þyngd: 1060 g
- Kveikjari: Piezo Igniter
- Suðutími PrimeTech Pot: 3,5 mín
- Gerð eldsneytis: áskrúfarð gashylki (Primus, Coleman C300 og C500)
- Afl: 2000 vött
- Gas innifalið: Nei