top of page

Coleman Sportster bensínbrennarinn er harðgerður og endingargóður eldunarbúnaður sem gengur fyrir Coleman Fuel (hreinsað bensín) eða blýlausu bensíni. Hann er einstaklega sparneytinn og getur brennt í allt að 8 klukkustundir á einum tanki af blýlausu bensíni.

 

Bensínbrennarinn er búinn vörn sem hamlar blossa myndun við ákveðnar aðstæður. Bensínbrennarinn hentar vel fyrir aðstæður langt undir frostmarki sem og válynd veðurskilyrði. Hann er því einna hentugasti kosturinn af öllum Coleman brennurunum til að taka með sér í krefjandi útivist þar sem vænta má að verði frosthörkur og vindasamt.

 

Eiginleikar 

 

  • Eldsneyti: Coleman Fuel og blýlaust bensín
  • Afl: 2500 vött
  • Brennslutími: 1 klst 45 mín á háu, 8 klst 30 mín á lágu
  • Suðutími (1L vatn) 3 mín 30 sek
  • Stærðir 15 x 12 cm
  • Þyngd 1,2 kg
  • Rúmtak eldsneytistanks - 0,5 lítrar 
  • Taska fylgir

Coleman Unleaded Sportster Stove

SKU: C-533700E
27.995krPrice
    bottom of page